Pródúsering - Einkakennsla

ISK 69.900
Kennslan stendur yfir í þrjá mánuði þar sem áhersla er lögð á tæknileg grunnatriði í pródúseringu, uppsetningu laga og hljóðblöndun.

Á meðan á kennslunni stendur vinna nemendur með hjálp kennara að 2 laga EP plötu.

Kennslunni er skipt upp í 3 hluta. Hægt er að velja stök námskeið ef óskað er eftir því.

Námskeið 1 (4 vikur) – Tónlistarvinnsla og hugmyndarvinna í Ableton live


Í þessum fyrsta hluta kennslunar verður farið yfir eitt vinsælast og besta tónlistarforrit á markaðnum í dag þegar kemur að pródúseringu, Ableton Live.

Farið er ítarlega yfir tæknileg atriði í pródúseringu sem gefur nemendum mikilvæg kunnáttu í uppsetningu lögum, s.s. uppsetningu á trommum, hljóðhönnun og upptökur.

 • Ableton Live – Yfirferð
 • Hugmyndarvinna
 • Uppsetning á slagverki og trommum
 • Clips, Scenes & Loops
 • Upptökur
 • Vinnsla á upptökum
 • Hljóðgervlar (Hardware & Virtual)
 • Sampling
 • Effektatækni
 • Uppsetning á lögum

Námskeið 2 (4 vikur) – Stíga út fyrir kassann / REMIX


Remix eða endurhljóðblandanir eru mikilvægur þáttur í heimi pródúsera. Í þessum hluta verða kenndar leiðir og aðferðir í remix-vinnslu sem láta þig skara fram úr fjöldanum og spurningum svarað líkt og “hvernig get ég gert remix-ið mitt sérstakt” og “hvað er það sem einkennir gott remix”?

 • Melódíur & Effecta tækni
 • Re-edits & Mixdown
 • Unnið með vocals
 • Remix með Stems
 • Remix með sample pökkum
 • Endurgera hljóð
 • Uppsetning
 • Glitch & Granular FX
 • Drops

Námskeið 3 (4 vikur) – Listin við að hljóðblanda


Í þessum hluta verður farið yfir það hvernig á að hljóðblanda frá A-Ö. Góð hljóðblöndun er gríðarlega mikilvægur þáttur og getur gert gott lag enn betra.

Hvort sem þú vilt senda lagið þitt í útvarpsspilun, á útgáfufyrirtæki eða til spilunar á skemmtistöðum landsins. Í kennslunni verður notast við hugbúnað frá fyrirtækjunum Native Instruments, Waves og UAD. Kennari útskýrir og fer ítarlega yfir aðferðir og tækni til þess að láta lögin þín hljóma eins vel og hægt er.

 • Umhverfið - Undirbúningur
 • Skipting í hljóðblöndun
 • Compression
 • Noise Gate & Reverb
 • Delay fjölskyldan
 • Hljóðblöndun á vocal
 • Group Mixing
 • Frumlegur hugsun
 • DIY Mastering
 • EQ, Compression
 • Limiter, Dithering
 • Hardware/Plug ins

Námskeiðsgjald

190.000 kr. (Fullt námskeið, 3 hlutar)

149.900 kr. (2 námskeið, 2 hlutar)

69.900 kr. (1 námskeið, 1 hluti)

Skipulag kennslu: 2 x 2 klst. vikulega. Mánudaga – Föstudaga frá kl. 09:00 – 20:00

Nemandi finnur tíma sem hentar þeim í samráði við kennara þegar skráningu er lokið.

Þegar námskeiðsgjald hefur verið greitt er viðkomandi búinn að skrá sig.

Karfan þín er tóm