Techno 101

ISK 29.900
Techno 101 er fjögra vikna námskeið þar sem þátttakendur læra allt það helsta í heimi pródúseringar á techno-i. Námskeiðið fer fram eitt skipti í viku og er hver kennslustund 90 mínútur.

Á námskeiðinu kynnast þátttakendur áhrifaríkum vinnuaðferðum og tækni þegar kemur að því að semja techno. Þátttakendur fá ítarlega leiðsögn í hljóðhönnun, taktsköpun, hljóðblöndun og uppsetningu á “live setti”.

Á meðan á námskeiðinu stendur vinna þátttakendur í sínum eigin lögum með aðstoð kennara.


Á námskeiðinu læra þátttakendur eftirfarandi

 • Hugmyndarvinna
 • Uppsetning á lögum frá A-Ö
 • Analog synthesis
 • Notkun modularhljóðgervla
 • Notkun analog syntha
 • Sequencing tækni
 • Sample-ing aðferðir og tækni
 • Notkun trommuheila (analog & digital)
 • Uppsetningu á live-setti í Ableton Live
 • Uppsetning á live-setti með samplerum (hardware)
 • Editing vinnu
 • Effektatækni (processing)
 • Notkun mismunandi forrita (Rewire)
 • Notkun áhrifaríkra plöggina (plugins)
 • Notkun visuals (modul8 & Max for Live)
 • Hljóðblöndun
 • Mastering


Það sem þú þarft :

 • Aðgang að tölvu (PC eða mac)
 • Ágæta tölvukunnáttu
 • MIDI stjórnborð (ekki nauðsynlegt)
 • Hugmyndir af lögum
 • Brennandi áhuga á tónlist

Nemendur fá aðgang að búnaði líkt og Ableton Push 1-2, Akai APC 40, Akai APC 20, Akai MPD 26, Akai MPD 25, trommuheilum og hljóðgervlum sem þeir geta nýtt sér í pródúseringu á námskeiðinu.

Hljóðheimar eru í samstarfi við Ableton Live og fá því allir þátttakendur 40% afslátt af Ableton Live ásamt afslætti af PUSH 2 stjórnborðinu.

Námskeiðið fer fram á eftirfarandi dagsetningu

Kennt milli 18:00– 20:00

 • Tími 01: Miðvikudagur 28.06.17
 • Tími 02: Miðvikudagur 05.07.17
 • Tími 03: Miðvikudagur 12.07.17
 • Tími 04: Miðvikudagur 19.07.17
Karfan þín er tóm