Sumarönn 2018 - Raftónlist

ISK 149,000
Sumarönn 2018 er markvisst þriggja mánaðar námskeið þar sem þátttakendur þjálfa sig í pródúseringu, hljóðhönnun, upptökum og hljóðblöndun með áherslu á elektróníska tónlist.

Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir.

Laus sæti

Hópur 1 - 18:00 - 19:30 (Mánudaga & Fimmtudaga) - Örfá sæti

Hópur 2 - 18:00 - 19:30 (Mánudaga & Fimmtudaga) - Uppselt

Námskeiðið skiptist í verklega og bóklega tíma.

 • Í verklegum tímum er kennd meðferð hugbúnaðar til tónlistarsköpunnar (og hljóðhönnunar) ásamt tækjum og tólum. Nemendur notast við tónlistarforritin Ableton Live, Logic X, FL Studio og Pro tools.
 • Í bóklegum tímum er farið yfir þróun raf- og tölvutónlistar ásamt því að þekktir raftónlistarmenn og pródúserar halda fyrirlestra í bóklegum hluta námsins.

Á meðan á námskeiðinu stendur vinna nemendur í sinni eigin EP-plötu með leiðsögn kennara en platan er einnig lokaverkefni námsins. Þátttakendur flytja lokaverkefni sitt (EP-plötu) live á lokatónleikum í völdum tónleikastað í Reykjavík.


Skráning

 • Um leið og greitt hefur verið fyrir námskeiðið er viðkomandi búinn að skrá sig.
 • Við viljum benda á að flest stéttarfélög endurgreiða hluta af námskeiðsgjaldinu gegn framvísun kvittunar.

Laus sæti

Hópur 1 - 18:00 - 19:30 (Mánudaga & Fimmtudaga) - Örfá sæti

Hópur 2 - 18:00 - 19:30 (Mánudaga & Fimmtudaga) - Uppselt

Undirbúningur nemenda

 • Nemendur þurfa að hafa aðgang að fartölvu á meðan á námskeiðunu stendur.
 • Æskilegt er að nemendur hafi góða tölvukunnáttu.
 • Nemendur þurfa ekki að hafa neinn tónlistarlegan bakgrunn.


Skipulag námskeiðs

Námskeiðið fer fram tvisvar í viku og er hver tími 90 mínútur í senn.

 • Kennsla hefst samkvæmt áætlun mánudaginn 4 júní!
 • Viðtöl við nemendur fara fram föstudaginn 1 júní og námskeiðsgögn afhent.
 • Námskeiðið stendur yfir í 12 vikur, 2 skipti í viku (90 mínútur í senn, 36 klst. í heildina)
 • Flestir tímar eru teknir upp á myndband og eru aðgengilegir nemendum eftir hvern tíma!
 • Hámarks nemendafjöldi í hverjum hóp eru 8 nemendur til þess að tryggja sem bestan árangur.
 • Stofnaður er sérstakur Facebook hópur þar sem nemendur og kennarar geta haft samskipti utan námskeiðsins.

Stutt yfirlit þess efnis sem kynnt verður í fyrirlestrum og unnið með í verklegum tímum á námskeiðinu er eftirfarandi:

 • Ableton Live – Pródúsering og lifandi flutningur á raftónlist
 • Logic X– Pródúsering og hljóðhönnun
 • Pro Tools – Hljóðblöndun og mastering
 • Hljóðhönnun með Native Intruments
 • Forritun trommutakta (BEATS)
 • Sampling aðferðir
 • Notkun utan á liggandi effekta
 • Notkun VST effekta
 • MIDI
 • Notkun hljóðgervla (synthesizers)
 • Upptökutækni og aðferðir
 • Remix-aðferðir og vinna
 • Hljóðblöndun
 • Mastering
 • Fræðsla um tónlistarmarkaðinn og prómóteringu
 • Vettvangsferðir í hljóðver

Kennslunni er skipt upp í eftirfarandi hluta.

Tónlistarvinnsla og hugmyndarvinna í Ableton live, hljóðgervlar og effektatækni


Í þessum fyrsta hluta kennslunar verður farið yfir eitt vinsælast og besta tónlistarforrit á markaðnum í dag þegar kemur að pródúseringu.

Farið er ítarlega yfir tæknileg atriði í pródúseringu sem gefur nemendum mikilvæga kunnáttu í uppsetningu lögum, uppsetningu á trommum, hljóðhönnun og upptökur.

 • Ableton Live – Yfirferð
 • Hugmyndarvinna
 • Uppsetning á slagverki og trommum (Analog & Software)
 • Clips, Scenes & Loops (Uppsetning á live performans)
 • Upptökur
 • Vinnsla á upptökum
 • Hljóðgervlar (Hardware & Virtual)
 • Sampling
 • Effektatækni (Hardware og software)
 • Uppsetning á lögum
 • Notkun Ableton PUSH og MIDI Stjórnborða
 • Notkun MIDI

Stíga út fyrir kassann / REMIX


Remix eða endurhljóðblandanir eru mikilvægur þáttur í heimi pródúsera. Í þessum hluta verða kenndar leiðir og aðferðir í remix-vinnslu sem láta þig skara fram úr fjöldanum og spurningum svarað líkt og “hvernig get ég gert remix-ið mitt sérstakt” og “hvað er það sem einkennir gott remix”?

 • Melódíur & Effecta tækni
 • Re-edits & Mixdown
 • Unnið með vocals
 • Remix með Stems
 • Remix með sample pökkum
 • Endurgera hljóð
 • Uppsetning
 • Glitch & Granular FX
 • Drops

Hljóðhönnun & visuals


Í þessum hluta fræðast nemendur um hljóðhönnun og notkun viusals með Max for live og Native Instruments.

Notkun Native Instruments - Reaktor

Notkun Native Instruments - Kontakt

Notkun Native Instruments - Blocks

Notkun Max for Live með áherslu á live visuals

Upptökur

Í þessum hluta verður farið yfir einfaldar en áhrifaríkar leiðir í upptökutækni.

 • Undirbúningur, grunnur að góðum upptökum
 • Mismunandi hljóðnemar
 • Upptökutækni og upptökuaðferðir, fara út fyrir kassann!
 • Upptökurými

Listin við að hljóðblanda


Í þessum hluta verður farið yfir það hvernig á að hljóðblanda frá A-Ö. Góð hljóðblöndun er gríðarlega mikilvægur þáttur og getur gert gott lag enn betra.

Hvort sem þú vilt senda lagið þitt í útvarpsspilun, á útgáfufyrirtæki eða til spilunar á skemmtistöðum landsins. Í kennslunni verður notast við hugbúnað frá fyrirtækjunum Native Instruments, Waves og UAD. Kennari útskýrir og fer ítarlega yfir aðferðir og tækni til þess að láta lögin þín hljóma eins vel og hægt er.

 • Umhverfið - Undirbúningur
 • Skipting í hljóðblöndun
 • Compression
 • Noise Gate & Reverb
 • Delay fjölskyldan
 • Hljóðblöndun á vocal
 • Group Mixing
 • Frumlegur hugsun
 • DIY Mastering
 • EQ, Compression
 • Limiter, Dithering
 • Hardware/Plug ins

Aðstaða í Hljóðheimum

Í hljóðveri Hljóðheima er góð aðstaða til að taka upp tónlist. Þar er allur nauðsynlegur búnaður til að búa til elektróníska tónlist og til hljóðblöndunar.

Sýnishorn af helstu tækjum og tólum er eftirfarandi:

Hugbúnaður: Ableton Live 9, Pro Tools 10, Logic X

Hljóðgervlar : Moog - Sub Phatty, Vermona - Mona Lancet, Dave Smith - DSI Prophet 08, Roland Juno 60, Roland Juno 106, Roland SH 101, Clavia Nord Electro 73, Doepher - Dark Energy, Arturia - Minibrute, Wurlitzer A200, Dave Smith - Prophet 8, Doepfer A-100 system, Volca Bass, Volca Keys, Korg Polysix, Roland RE 201 (Space Echo), Roland RE 501

Trommuheilar og samplers: Elektron Machinedrum SPS1, Elektron - Octatrack, Korg - Electribe, Roland SPD S, Native Instruments - Machine Studio, Akai RythmWolf, MFB Tanzbar

Hljóðkort : RME: Fireface UFX.

Mónitorar : Event Opal , Yamaha HS-80, EVE TS110

Preampar : Universal Audio 4-710d, Voice channel.

MIDI Controllerar : Ableton Push 2, Akai - APC 40, Akai - APC 20, Akai - MPK 25 ,Native Instruments - Machine Studio, Behringer - BCR 2000, Novation - SL ZERO MK II, Novation Nocturn, M-audio Oxyge49

Karfan þín er tóm