StopWaitGo - Einkakennsla

ISK 49,900
ATH. Þetta námskeið er hægt að fá sem gjafabréf!

Pálmi Ragnar úr StopWaitGo og Hljóðheimar bjóða upp á hnitmiðaða einkakennslu fyrir þá sem vilja leggja megin áherslu á lagasmíðar. Markmiðið er að semja, útsetja og taka upp lag undir leiðsögn Pálma en eftir höfði nemenda.

Pálmi Ragnar hefur samið og útsett mörg af vinsælustu lögum landsins á undanförnum misserum. Meðal annars má nefna “Dönsum eins og hálfvitar” í flutningi Friðriks Dórs, “Say You Love” og “Young” með Steinari og “No Lie”, “Party” og “No More” með nýstirninu Glowie.

Um kennsluna

 • 5 kennslustundir, nemandi finnur tíma sem hentar í samráði við kennara
 • Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir.
 • Nemendi vinnur í sínu eigin lagi undir leiðsögn Pálma.
 • Kennslan fer fram í hljóðveri StopWaitGo og Hljóðheima
 • Lögð verða fyrir verkefni eftir hvern tíma til þess að hámarka árangur.
 • Markmið kennslunar er að þjálfa nemendur í pródúseringu og útsetningu.

Nemendur læra m.a.

 • Að vinna úr hugmyndum.
 • Aðferðir og tækni við að setja upp lög.
 • Upptökuaðferðir (Vocal, gítar, bassi o.fl.)
 • Útsetningu
 • Einfaldar leiðir í hljóðblöndun

Nemendur þurfa að hafa:

 • Aðgang að tölvu (PC eða Mac).
 • Ágæta tölvukunnáttu.
 • MIDI stjórnborð (ekki nauðsynlegt).
 • Hugmyndir að lögum.
 • Brennandi áhuga á tónlist.

Nemendur fá aðgang að öllum búnaði í hljóðveri StopWaitGo og Hljóðheimum á meðan kennslunni stendur.

Kennslugjald.

 1. 5 x 2 klst - 49.900 kr.
 2. 10 x 2 klst. - 89.900 kr.
 3. Hópur (4 einstaklingar) – 124.900 kr.

Við viljum benda á að flest stéttarfélög endurgreiða hluta af kennslugjaldinu gegn framvísun kvittunar.

Karfan þín er tóm