Listin við að taka upp söng og hljóðblanda.

ISK 29.900
Á þessu námskeiði er fjallað um það hvernig hægt er að taka upp söng og hljóðblanda á áhrífaríkan en einfaldan hátt. Flestir sem hafa reynt fyrir sér í upptökum vita að söngupptökur skipta mikla máli í heildarútkomu lags en það sem færri vita er hvaða verkfæri og tækni er notuð til þess að ná slíkum árangri.

Námskeiðið er hannað fyrir byrjendur.

Á námskeiðinu er farið yfir það hvernig hægt er að staðsetja söng á einfaldan hátt innan lags með áhrifaríkum leiðum í hljóðblöndun.

Þú lærir grundvallartækni í

 • Hljóðnematækni
 • Compression
 • EQ
 • Delays
 • Reverb
 • Effektatækni
 • Audio editing
 • Synthetic processing
 • Pitch Correction
 • Time compression
 • Time expansion
 • Flex og elastic audio

Notast er við tónlistarforritin

 • Ableton Live
 • Pro Tools
 • Logic

Með “hands on” verkefnum munu þátttakendur öðlast skilning á öllum þeim möguleikum og tólum sem í boði eru þegar kemur að því að taka upp og hljóðblanda.

 • Námskeiðið fer fram í Hljóðheimum Katrínartúni 12.
 • Námskeiðið er fjögur skipti og er hver tími 90 mínútur í senn
 • Kennt er á milli 18:00 – 19:30
Hópur 1
 • Tími 05 : Fimmtudaginn 30.11.17
 • Tími 06 : Fimmtudaginn 07.12.17
 • Tími 07 : Fimmtudaginn 14.12.17
 • Tími 08 : Fimmtudaginn 21.12.17

Þú munt sjá og skilja hvernig vocoder, auto-tune, Melodyne, Elastic Audio, Flex Time og VocAlign virka ásamt fjölda annara tóla sem nýtt eru til þess að láta söng hljóma ennþá betur.

Námskeiðið veitir þátttakendum innsýn inn í mismunandi vinnuflæði í mismunandi tónlistarforritum sem gerir þeim kleift að velja það forrit sem hentar þeim best.

Markmið námskeiðsins er að veita ítarlega innsýn inn í listina við upptökur og hljóðblöndun á söng en einnig sýna áhrifaríkar/listrænar leiðir við að gera þær enn betri.

Karfan þín er tóm