Hljóðneminn - Upptökur og hljóðblöndun

ISK 45.000
Hljóðneminn – Listin við að taka upp og hljóðblanda

Hljóðneminn er markvisst 8 vikna námskeið í hljóðvinnslu. Nemendur öðlast góða og haldbæra þekkingu í hljóðupptökum og hljóðvinnslu sem gerir þeim kleift að takast á við sín eigin verkefni í náinni framtíð.

Námskeiðið skiptist í þrjá eftirfarandi hluta :

 • Upptökutækni (4 vikur)
 • Hljóðblöndun (4 vikur)
 • Mastering (2 vikur)

Námskeiðið fer fram í Hljóðheimum, Katrínartúni 12.

Kennari : Þórður Hermannsson

Um námskeiðið

 • Námskeiðið fer fram einu sinni í viku og er hver tími 90 mínútur í senn.
 • Á námskeiðinu er notast við forritin Pro Tools, Reaper, Logic Pro og Ableton.
 • Flestir tímar eru teknir upp á myndband og eru aðgengilegir nemendum eftir hvern tíma.
 • Stofnuð verður lokaður Facebook-hópur þar sem þátttakendur geta haft samskipti sín á milli.
 • Lögð verða fyrir röð verkefna til þess að hámarka árangur þátttakenda


Undirbúningur nemenda

 • Nemendur þurfa að hafa aðgang að fartölvu á meðan á námskeiðunu stendur.
 • Æskilegt er að nemendur hafi góða tölvukunnáttu. Nemendur þurfa ekki að hafa neinn tónlistarlegan bakgrunn.
 • Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir.

Stutt yfirlit þess efnis sem kynnt verður í fyrirlestrum og unnið með í verklegum tímum á námskeiðinu er eftirfarandi:

 • Undirbúningur, grunnur að góðum upptökum
 • Mismunandi hljóðnemar
 • Upptökutækni og upptökuaðferðir, fara út fyrir kassann!
 • Upptökurými
 • Notkun EQ og Compressor
 • Notkun utan á liggandi effekta í upptökum og hljóðblöndun
 • Notkun VST
 • Hljóðblöndun
 • Mastering
 • Vettvangsferð


Námskeiðsdagsetningar

Hópur 1 : Kennsla hefst 15 nóvember

Kennt milli 20:00–21:30

 • Tími 01: Miðvikudagur 15.11.17
 • Tími 02: Miðvikudagur 22.11.17
 • Tími 03: Miðvikudagur 29.11.17
 • Tími 04: Miðvikudagur 25.10.17
 • Tími 05: Miðvikudagur 06.12.17
 • Tími 06: Miðvikudagur 13.12.17
 • Tími 07: Miðvikudagur 20.12.17
 • Tími 08: Miðvikudagur 28.12.17


Karfan þín er tóm