FL Studio - Music Production

ISK 45.000
Áhrifaríkt 8 vikna námskeið þar sem farið er yfir tónlistarforritið Fl Studio. Þátttakendur fá aðstoð við að finna út hvernig þeir geta nýtt sér forritið í sinni eigin tónlistarsköpun ásamt vandaðri kynningu á aðferðum og tækni sem þeir þurfa til þess að búa til sín eigin lög frá A-Ö.

Markmið námskeiðsins er að þjálfa nemendur í pródúseringu, taktsmíðum, hljóðhönnun, hljóðblöndun og masteringu.

Námskeiðið hentar bæði byrjendum jafnt sem lengra komnum.

Um námskeiðið

 • 8 kennslustundir, 90 mínútur í senn
 • Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir.
 • Nemendur vinna í sínum eigin EP plötum undir leiðsögn kennara.
 • Í lok námskeiðsins flytja nemendur EP plötur sínar á sérstökum útskriftartón­leikum.
 • Þátttakendur skila af sér verkefnum í gegnum Splice.
 • Allir tímar eru teknir upp og eru aðgengilegir þátttakendum eftir hvern tíma.
 • Markmið námskeiðsins er að þjálfa nemendur í pródúseringu, taktsmíðum, hljóðhönnun og hljóðblöndun með
 • Fésbókarhópur fyrir nemendur þar sem þátttakendur geta haft samskipti sín á milli utan námskeiðsins, deilt hugmyndum og efni tengt námskeiðinu

Það sem þú þarft :

 • Aðgang að tölvu (PC eða mac)
 • Ágæta tölvukunnáttu
 • MIDI stjórnborð (ekki nauðsynlegt)
 • Hugmyndir að lögum
 • Brennandi áhuga á tónlist

Nemendur fá aðgang að trommuheilum og hljóðgervlum og "outboardbúnaði" sem þeir geta nýtt sér í pródúseringu á námskeiðinu.

 • Umleið og greitt hefur verið fyrir námskeiðið er viðkomandi búinn að skrá sig.
 • (ATH flest stéttarfélög endurgreiða hluta af námskeiðsgjaldinu gegn framvísun kvittunar)
 • Námskeiðið fer fram í MENNTASKÓLANUM Í HAMRAHLÍÐ

Hvað muntu læra

 • Vinna úr hugmyndum
 • Aðferðir og tækni við að setja upp lög
 • Taktsmíðar
 • Hljóðhönnun
 • Notkun effekta og effekta tækni
 • Notkun VST plugins
 • Notkun MIDI stjórnborða
 • Notkun trommuheila
 • Notkun hljóðgervla
 • Notkun MIDI
 • Sampletækni
 • Signalflæði
 • Hljóðblöndun

Námskeiðið fer fram á eftirfarandi dagsetningum.

Kennsla hefst 2 nóvember - Örfá sæti laus

Hópur 1 - 18:00 - 19:30

 • Tími 01 : Þriðjudagur 23.01.18
 • Tími 02 : Þriðjudagur 30.01.18
 • Tími 03 : Þriðjudagur 06.02.18
 • Tími 04 : Þriðjudagur 13.02.18
 • Tími 05 : Þriðjudagur 20.02.18
 • Tími 06 : Þriðjudagur 27.02.18
 • Tími 07 : Þriðjudagur 06.03.18
 • Tími 08 : Þriðjudagur 07.03.18

Kennari : Breki Steinn Mánason


Breki Steinn Mánason hefur reynslu í mörgum formum tónlistarframleiðslu. Allt frá svefnherbergisupptökum yfir í fjölrása analog upptökur í Funkhaus stúdíóunum í Berlín. Breki hefur komið fram með hinum og þessum hljómsveitum í gegn um um tíðina og einnig sem sóló projektið Laser Life. Breki hefur nýlega lokið námi Í upptökustjórn í dBs Music skólanum í þýskalandi. Auk þess er Breki menntaður gítarleikari og mikill græjunörd.

Aðstaða í Hljóðheimum

Í hljóðveri Hljóðheima er góð aðstaða til að taka upp tónlist. Þar er allur nauðsynlegur búnaður til að búa til elektróníska tónlist og til hljóðblöndunar.

Sýnishorn af helstu tækjum og tólum er eftirfarandi:

Hugbúnaður: Ableton Live 9, Pro Tools 10, Logic Pro 9, Reason 7.

Hljóðgervlar : Moog - Sub Phatty, Vermona - Mona Lancet, Dave Smith - DSI Prophet 08, Roland Juno 60, Roland SH 101, Clavia Nord Electro 73, Dopher - Dark Energy, Waldorf - Rocket, Arturia - Minibrute, Wurlitzer A200, Dave Smith - Tetra, Korg MS 2000.

Trommuheilar og samplers: Elektron Machinedrum SPS1, Elektron - Octatrack, Korg - Electribe, Roland SPD S, Native Instruments - Machine Studio.

Hljóðkort : RME: Fireface UFX.

Mónitorar : Event Opal , Yamaha HS-80, M-Audio BX 50.

Preampar : Universal Audio 4-710d, Voice channel.

MIDI Controllerar : Ableton Push, Akai - APC 40, Akai - APC 20, Akai - MPK 25 ,Native Instruments - Machine Studio, Behringer - BCR 2000, Novation - SL ZERO MK II, Novation Nocturn, M-audio Oxyge49.

Karfan þín er tóm