FL Studio - Einkakennsla

ISK 79.900
Áhrifarík 4 vikna einkakennsla þar sem farið er yfir tónlistarforritið Fl Studio. Nemendur fá aðstoð við að finna út hvernig þeir geta nýtt sér forritið í sinni eigin tónlistarsköpun ásamt vandaðri kynningu á aðferðum og tækni sem þeir þurfa til þess að búa til sín eigin lög frá A-Ö.

 • Kennslan stendur yfir í fjórar vikur þar sem áhersla er lögð á pródúseringu, uppsetningu laga og hljóðblöndun.
 • Nemandi finnur tíma sem hentar þeim í samráði við kennara þegar skráningu er lokið.
 • Þegar námskeiðsgjald hefur verið greitt er viðkomandi búinn að skrá sig.
 • Á meðan á kennslunni stendur vinna nemendur í sínum eigin lögum og verkefnum.
 • Skipulag kennslu: 2 x 90 mínútur vikulega. Mánudaga – Föstudaga frá kl. 09:00 – 20:00
 • Markmið kennslunnar er að þjálfa nemendur í pródúseringu, taktsmíðum og hljóðblöndun.
 • Kennslan hentar bæði byrjendum jafnt sem lengra komnum.
 • Farið er ítarlega yfir tæknileg atriði í pródúseringu sem gefur nemendum mikilvæg kunnáttu í uppsetningu laga, virtual-trommum, hljóðhönnun og upptökum.

Stutt yfirlit þess sem tekið verður fyrir í kennslunni

 • FL Studio– Yfirferð
 • Hugmyndarvinna
 • Uppbygging laga
 • Aðferðir við að búa til takta
 • Hljóðhönnun
 • Notkun VST
 • Sampling tækni
 • Effektatækni
 • Uppsetning á lögum
 • Upptökur á söng
 • Hljóðblöndun
 • Mastering

 • Um námskeiðið

  • 8 kennslustundir, 90 mínútur í senn. Kennsla fer fram tvisvar í viku.
  • Kennslan hentar bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir.
  • Nemendur vinna í sínum eigin lögum undir leiðsögn kennara.
  • Þátttakendur skila af sér verkefnum í gegnum Splice.
  • Markmið námskeiðsins er að þjálfa nemendur í pródúseringu, taktsmíðum og hljóðblöndun með

  Það sem þú þarft :

  • Aðgang að tölvu (PC eða mac)
  • Ágæta tölvukunnáttu
  • MIDI stjórnborð (ekki nauðsynlegt)
  • Hugmyndir að lögum
  • Brennandi áhuga á tónlist

  Nemendur fá aðgang að trommuheilum og hljóðgervlum og "outboardbúnaði" sem þeir geta nýtt sér í pródúseringu á námskeiðinu.

  Öll kennsla fer fram í hljóðveri Hljóðheima, Katrínartúni 12.

  Karfan þín er tóm