Um okkur

Hljóðheimar bjóða upp á vandað úrval af námskeiðum og kennslu í raftónlist og hljóðvinnslu fyrir tónlistarmenn á öllum stigum, bæði byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Markmið námsins er að þjálfa nemendur í tónlistarsköpun með notkun tölvutækninnar og kynna áherslur í samningu á elektrónískri tónlist. Á námskeiðunum kynnast nemendur vinnulagi við raftónlistarsköpun, sérhæfðum vinnuaðferðum, tækjabúnaði og forritum ásamt undirstöðuatriðum í pródúseringu á elektrónískri tónlist..

Hljóðheimar starfrækja hljóðver þar sem áhersla er lögð á einfaldleika og fagmennsku. Hljóðverið er sérstaklega innréttað með hljóðvinnslu í huga og hentar því fullkomlega bæði fyrir upptökur og hljóðblöndun(mix). Stjórnklefinn og upptökurýmin hafa góðan hljómburð og öll umgjörð er þægileg og afslöppuð.

Hjá Hljóðheimum starfa hljóðmenn sem hafa víðtæka reynslu af öllu sem tengist upptökum, hljóðblöndun og útsetningum.Hljóðheimar veita góða þjónustu við almennar upptökur, stórar sem smáar. Hvort sem þig langar að taka upp popp, rokk, hip-hop eða aðra tónlist erum við með lausn fyrir þig. Einnig hentar rýmið mjög vel fyrir ýmis konar pródúseringar þar sem hljóðverið hefur upp á að bjóða ýmis hljómborð, hljóðgervla og fjölbreytta MIDI/USB controllera.Í stjórnklefanum er frábær aðstaða til hljóðblöndunar(mix) og bjóðum við upp á hljóðblöndun bæði á tónlist og hljóði fyrir myndefni

Hljóðheimar bjóða upp á þjónustu við tal- og hljóðsetningar fyrir auglýsingar, hljóðbækur, margmiðlunarefni o.fl. Hljóðheimar bjóða einnig upp á myndbandslausnir

E-mail - [email protected]

Sími : 6181418

Karfan þín er tóm